Unglingaþing - Erla María og Guðjón
Kaupa Í körfu
Fyrsta NetÞing unglinga TILLÖGUR fyrsta NetÞings, unglingaþings umboðsmanns barna, voru afhentar forseta Alþingis í gær. Þetta nýstárlega þing fór fram á Netinu, á spjallrásum, póstlistum og vefsíðum, þar sem unglingar víðs vegar um landið ræddu saman sín á milli um málefni er á þeim brenna. Lokafundur NetÞingsins var síðan haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þar sem tillögur þingnefnda voru ræddar og þeim komið á framfæri við yfirvöld. NetÞingfulltrúar voru 63 unglingar, 32 piltar og 31 stúlka, á aldrinum 12-15 ára úr 25 grunnskólum víðs vegar af landinu. Skipting þingfulltrúa var sú sama og drög að nýrri kjördæmaskipan gera ráð fyrir. Fyrsti formlegi þingfundurinn var haldinn 18. janúar sl., en þingið hefur aðallega starfað í nefndum á 6 lokuðum spjallrásum á Netinu. MYNDATEXTI: Erla María Guðmundsdóttir afhendir Guðjóni Guðmundssyni, einum forseta Alþingis, skýrslu með tillögum NetÞingnefnda.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir