Samgöngufundur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samgöngufundur

Kaupa Í körfu

Öryggismál á farþegaskipum í eigu ríkisins í ólestri. ÞJÁLFUN áhafna í viðbrögðum á neyðarstundu og í meðferð og varðveislu björgunartækja um borð er ábótavant í þeim skipum ríkisins sem leyfi hafa til fólksflutninga. Þetta er meðal helstu niðurstaðna úttektar fjögurra manna vinnuhóps, frá Siglingastofnun Íslands og Slysavarnaskóla sjómanna, á björgunar- og öryggismálum um borð í farþegaskipum sem eru í áætlunarsiglingum. Farþegaskipin sem um ræðir eru Herjólfur, Baldur, Sævar og Sæfari. Úttektin var gerð að beiðni Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og greindi hann frá því á fundi með blaðamanni Morgunblaðsins í gær að þegar væri hafinn undirbúningur að því að koma á úrbótum í þessum málum í samráði við Vegagerðina sem sér um rekstur ferjanna. Að þeim úrbótum koma einnig Siglingastofnun Íslands og Slysavarnaskóli sjómanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar