Garry Kasparov - Skák - Salurinn - Heimsmót

Sverrir / Sverrir Vilhelmsson

Garry Kasparov - Skák - Salurinn - Heimsmót

Kaupa Í körfu

SKÁK - Salurinn, tónlistarhús Kópavogs Öruggur sigur Kasparovs á bráðskemmtilegu Heimsmóti HEIMSMÓTIÐ Í SKÁK 1.-2 apríl 2000 LEITA verður langt aftur í tímann til að finna jafn eftirminnilegt og vel sótt skákmót og Heimsmótið í skák, sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Skákáhugamenn fylltu Salinn og fjölmargir urðu að láta sér nægja að standa eða fylgjast með á fjölmörgum sjónvarpsskjám sem voru utan skáksalarins. Auk þess gerðu fjölmiðlar skákmótinu góð skil og Skjáreinn var með beina útsendingu frá mótinu. Þá er búið að setja upp nýja skáksíðu á strik.is þar sem fréttir af framvindu mála voru birtar eftir hverja umferð og OZ.COM sýndi skákirnar beint á vef sínum. MYNDATEXTI: Heimsmeistarinn Garrí Kasparov og Indverjinn Anand tefldu til úrslita í heimsmótinu um helgina þar sem heimsmeistarinn hafði betur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar