Lexus

Jim Smart

Lexus

Kaupa Í körfu

P. SAMÚELSSON ehf. bauð til frumsýningarhófs Lexus á Íslandi í Ásmundarsafni við Sigtún sl. föstudag. Þar voru kynntar þrjár gerðir af Lexus-bifreiðum sem eru miklar lúxusbifreiðir og verðið eftir því.Frumsýningarhófið var því með algjöru lúxus-sniði og tekið var á móti gestum með glæsibrag, aðstoðarfólk sá um að leggja bílum fyrir gesti og sækja þá aftur að loknu hófinu, eða útvega ókeypis akstur fyrir þá sem höfðu þegið vínveitingar. Á japönsku hlaðborði var úrval af sushi og maki-réttum og á evrópsku hlaðborði úrval af spænskum og frönskum smáréttum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar