Vika bókarinnar 11. - 17. apríl 2000

Vika bókarinnar 11. - 17. apríl 2000

Kaupa Í körfu

Vika bókarinnar 11.-17. apríl Glæpasögur, aldamótaljóð og bókaball GLÆPASAGAN verður í hávegum höfð í Viku bókarinnar, sem hefst í dag og stendur til mánudagsins 17. apríl. Því þótti skipuleggjendum vikunnar við hæfi að kalla fulltrúa fjölmiðla fyrir og gefa þeim færi á að yfirheyra fulltrúa Félags íslenskra bókaútgefenda. Fundarstaðurinn var ekki af verri endanum; Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. MYNDATEXTI: Frá blaðamannafundi í Hegningarhúsinu. Lengst til vinstri situr foringi Hins íslenska glæpafélags, Kristinn Kristjánsson, þá Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Viku bókarinnar, Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, og Pétur Már Ólafsson, varaformaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar