Hvalur 8 í Slipp

Hvalur 8 í Slipp

Kaupa Í körfu

Í slippnum í Reykjavík er þessa dagana unnið við að botnhreinsa og mála Hval 8, annað tveggja skipa sem Hvalur hf. gerir út. Góður gangur er í þessu verkefni, en bæði skip og vinnslustöðin í Hvalfirði þurfa að vera klár þegar vertíðin hefst í júní. Er því í mörg horn að líta við undirbúning. Kvóti þessa sumars er 154 langreyðar og munu veiðar og vinnsla á þeim sumarlangt kalla á mikla vinnu, bæði til sjós og lands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar