Styrkur úr Menningarsjóði Sjóvá-Almennra

Jim Smart

Styrkur úr Menningarsjóði Sjóvá-Almennra

Kaupa Í körfu

Styrkir veittir úr Menningarsjóði Sjóvár-Almennra í þriðja sinn Hæsti styrkurinn vegna rannsókna á íslenskum tónlistararfi STYRKVEITING Menningarsjóðs Sjóvár-Almennra, a-hluta, fyrir árið 2000 fór fram í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, í gær. Til úthlutunar voru 2.250.000 króna. Styrkþegar voru ekki aðeins leystir út með peningum, heldur einnig sérstökum menningarborgarskálum. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en alls bárust 179 umsóknir, sem er 40% aukning frá árinu á undan. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur, kr. 500.000, vegna verkefnis sem veit að rannsókn og skráningu á íslenskum tónlistararfi. Hér er á ferð mjög umfangsmikið verkefni sem Bjarki vinnur í samvinnu við ýmsa aðra fagaðila. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar