Leifur Eiríksson

Sverrir Vilhelmsson

Leifur Eiríksson

Kaupa Í körfu

Níunda Boeing 757 þota Flugleiða bættist í flota fyrirtækisins í gærmorgun en hún kom beint frá verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum. Hún hefur fengið nafnið Leifur Eiríksson en ákveðið hefur verið að nýjar flugvélar Flugleiða beri framvegis nafn íslenskra landnámsmanna og landkönnuða. Myndatexti: Hallgerður Gunnarsdóttir, eiginkona Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, gefur nýrri þotu Flugleiða nafnið Leifur Eiríksson í gærmorgun. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar