Steingrímur J. Sigfússon

Sverrir Vilhelmsson

Steingrímur J. Sigfússon

Kaupa Í körfu

Íþróttameiðsl setja ekki einungis strik í reikninginn hjá þeim sem hafa atvinnu sína af íþróttaiðkun. Aðrar fræknar hetjur verða einnig fyrir skakkaföllum sem hafa áhrif á störf þeirra eins og kom bersýnilega í ljós í gær þegar Alþingi tók til starfa á ný eftir páskahlé. Sökum íþróttameiðsla mun Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, nefnilega ekki á næstunni geta staðið í ræðustól þegar hann tekur til máls við umræður í þinginu og hefur hann því fengið nýtt sæti í þingsalnum. Settur hefur verið hljóðnemi við sætið svo að hann geti talað úr sæti sínu þegar hann kveður sér hljóðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar