Borgartún 37 - Hús Nýherja

Sverrir Vilhelmsson

Borgartún 37 - Hús Nýherja

Kaupa Í körfu

Stórhýsi í Borgartúni Á rúmlega einu ári hafa tvö stórhýsi risið í Bogartúninu í Reykjavík. Annað eru höfuðstöðvar Nýherja hf. en í hinu verða 7 ríkisstofnanir. Húsin vekja athygli vegfarenda því í báðum tilvikum hefur verið lagt mikið upp úr vandaðri hönnun. Þótt húsin séu ólík að sjá eiga þau það þó sameiginlegt, að svipuð sjónarmið virðast hafa átt við um hönnun þeirra beggja, a.m.k. varðandi hið sérstæða útsýni frá Borgartúni annars vegar og hins vegar því að skapa væntanlegum startsmönnum þeirra fyrirtækja og stofnana, sem þarna munu starfa, sem besta starfsaðstöðu. Flutt í Nýherjahúsið í dag. Guðni Pálsson, arkitekt, er hönnuður Nýherjahússins, en húsið er um 6.400 fermetrar að stærð. Að sögn Þorkels Ágústssonar, verkefnisstjóra yfir flutningunum af hálfu Nýherja hf., var m.a. haft að leiðarljósi að hið sérstæða útsýni, sem er á þessum stað yfir sundin og út á Faxaflóann, fái notið sín. MYNDATEXTI: Stórhýsi Nýherja hf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar