Nýja testamentið

Jim Smart

Nýja testamentið

Kaupa Í körfu

Þingmenn fengu í gær Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu. Tóku varaforsetar Alþingis á móti gjöfinni fyrir hönd þingmanna. Gídeonfélagið hefur á stefnuskrá sinni að gefa grunnskólanemum Nýja testamentið að gjöf og sömuleiðis hefur félagið útvegað það í hótel og skip. Í gær var röðin síðan komin að þingmönnum. Myndatexti: Varaforsetar Alþingis tóku við Nýja testamentum fyrir hönd þingmanna. Frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Sigurbjörn Þorkelsson, fulltrúi Gídeonfélagsins, og Árni Steinar Jóhannsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar