Fylkir - Afturelding

Styrmir Kári

Fylkir - Afturelding

Kaupa Í körfu

Þóru B. Helgadóttur var vel fagnað af stuðningsmönnum Fylkis þegar hún spilaði sinn fyrsta leik með lið- inu í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Fylkir hafði fyr- ir leikinn haldið hreinu í sex leikjum í deildinni og það varð engin breyt- ing á því með Þóru á milli stanganna, nema nú eru þeir orðnir sjö. 1:0- sigur Árbæinga gegn Aftureldingu var þó nokkuð torsóttur. Þóra spilaði síðast í deildinni hér heima fyrir átta árum og kom víða við á löngum ferli sínum í atvinnu- mennsku. Síðast spilaði hún með Ro- sengård í Svíþjóð, sem áður var Malmö, og varð þar þrívegis sænsk- ur meistari. Hún viðurkenndi að það væru viðbrigði að vera komin heim en bar deildinni góða söguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar