Perlan

Perlan

Kaupa Í körfu

TALSVERT umferðaröngþveiti myndaðist í nágrenni Perlunnar í gær þegar sala hófst á íþrótta- og útivistarvörum á tilboðsverði. Salan gengur undir nafninu "Merkjavara á silfurfati" og eru seldar nýjar vörur beint frá heildsölum með allt að 60 til 80% afslætti. Klukkan 14 í gær þegar Perlan var opnuð biðu 250 manns fyrir utan og að sögn aðstandenda sölunnar þurfti að hleypa inn í hópum langt fram eftir degi. Sneisafullt var alveg þangað til lokað var klukkan 19 og munu gestir sölunnar ekki aðeins hafa fyllt bílastæðið við Perluna heldur einnig komist vel á veg með að fylla bílastæðin við kirkjugarðinn og slökkvistöðina. Salan verður opin alla helgina og alla næstu viku

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar