Hiroshima kertafleyting

Hiroshima kertafleyting

Kaupa Í körfu

Árleg kertafleyting var á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi Hóp­ur fólks hitt­ist nú í kvöld við Tjörn­ina í Reykja­vík til þess að fleyta kert­um í minn­ingu þeirra sem lét­ust í Hiros­hima árið 1945 þegar Banda­ríkja­menn vörpuðu kjarn­orku­sprengju á borg­ina. Í ár eru liðin 69 ár frá því að sprengj­an sprakk og víða um heim voru haldn­ar minn­ing­ar­at­hafn­ir af því til­efni. Þrem­ur dög­um eft­ir að sprengj­an sprakk í Hiros­hima var kjarn­orku­sprengju einnig varpað á Naga­saki, þar sem um 70.000 manns létu lífið. Þetta varð til þess að Jap­an­ir gáf­ust upp þann 15. ág­úst 1945 og seinni heims­styrj­öld­inni lauk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar