Fótboltavefur opnaður

Fótboltavefur opnaður

Kaupa Í körfu

Vefur um Landssímadeildina FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, opnar í dag vef helgaðan Landssímadeildinni í knattspyrnu. Á vefnum er að finna upplýsingar um liðin sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og leikmenn þeirra. Upplýsingar verða færðar inn jafnharðan og leikir fara fram og því ævinlega hægt að sjá stöðu liða hverju sinni og markaskor. Þá er hægt að kalla fram ýmsar tölfræðilegar upplýsingar, s.s. fjölda marka leikmanna og liða, spjöld o.s.frv.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar