Nauthólsvík

Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

Sjóböð hefjast að nýju í Nauthólsvíkinni í sumar eftir áralangt hlé, en þar er nú unnið hörðum höndum að því að ljúka við gerð svokallaðrar ylstrandar. Búið er að dæla um 14 þúsund rúmmetrum af skeljasandi í Nauthólsvíkina og í sumar er ráðgert að dæla rúmlega 30 gráða heitu affallsvatni frá Orkuveitunni víkina þannig að vatnið þar verði um 18 til 20 gráða heitt að meðaltali. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hyggst vígja ylströndina með því að leggjast til sunds í Nauthólsvíkinni klukkan 14 stundvíslega á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar