Stóriðja - Álver

Sverrir Vilhelmsson

Stóriðja - Álver

Kaupa Í körfu

Ný viljayfirlýsing um NORAL-verkefnið hefur verið undirrituð Ákvörðun verði tekin fyrir 1. febrúar 2002 Stefnt er að því að ákvörðun um hvort ráðist verður í byggingu álvers á Reyðarfirði og virkjun við Kárahnúka verði tekin fyrir 1. febrúar 2002. Hydro Aluminium hefur lýst sig reiðubúið til að eiga allt að 40% í álverinu. Egill Ólafsson fór á blaðamannafund þar sem fram kom að Landsvirkjun er að skoða þann möguleika að stofna sérstakt hlutafélag um byggingu og rekstur virkjunarinnar. MYNDATEXTI: Fulltrúar NORAL-verkefnisins kynntu viljayfirlýsinguna á blaðamannafundi í gær. F.v. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis, Jon-Harald Nilsen, forstjóri Hydro Aluminium, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Bjarne Reinholdt, framkvæmdastjóri Reyðaráls.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar