ÚTFÖR

ÚTFÖR

Kaupa Í körfu

ÚTFÖR séra Heimis Steinssonar, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum og fyrrverandi útvarpsstjóra, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsöng. Gunnar Kvaran lék á selló við útförina, Marteinn Á. Friðriksson var organisti og Dómkórinn söng. Líkmenn voru, frá vinstri talið, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sr. Ingólfur Guðmundsson, sr. Rúnar Egilsson, sr. Þorvaldur Karl Helgason, sr. Gunnþór Ingason, sr. Gísli Jónasson, sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Bernharður Guðmundsson. Síðdegis var biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, með kveðjuathöfn í kirkjunni á Þingvöllum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar