Geysir gýs 8. júní 2000

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Geysir gýs 8. júní 2000

Kaupa Í körfu

Kröftugu Geysisgosi fagnað GEYSIR gaus kröftuglega á nýjan leik á níunda tímanum í gærkvöldi eftir að þúsundir manna höfðu beðið í rúma fimm klukkutíma eftir gosinu. Margir höfðu þá gefist upp á biðinni en Geysir brást ekki þeim áhorfendum sem þrautseigastir voru og sýndi mátt sinn og megin með tilþrifum. Upp úr klukkan þrjú fleygði Þórir Sigurðsson, veitingamaður við Geysi í Haukadal, rúmum fjörutíu kílóum af Sunlight sápustykkjum í hverinn, en hann sagði að þessi enska sápa hefði reynst best til að kalla fram gos í hvernum. Í fyrstu var reiknað með að Geysir myndi láta á sér kræla strax á fyrsta klukkutímanum, líkt og gerðist haustið 1998 þegar Geysir gaus síðast. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar