Strandlengjan 2000

Strandlengjan 2000

Kaupa Í körfu

Strandlengjan 2000 er yfirskrift útisýningar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem opnuð verður í dag. Sýningin er staðsett við norðurströnd Reykjavíkur, meðfram Sæbrautinni, frá Reykjavíkurhöfn og yfir mót Kringlumýrarbrautar. Myndatexti: Inga Jónsdóttir / Memento mori (áminning um dauðann). Verkið er tileinkað tilviljanakenndum atvikum sem hafa áhrif á einstaklinginn og augnablikinu þegar ákvarðanir eru teknar, meðvitaðar og ómeðvitaðar. Skúlptúrinn er í fjórum hlutum og settur niður í höfuðáttirnar. Hann er samsettur úr plexigleri, röntgenmyndum og snúningsási og hreyfist vegna utanaðkomandi áhrifa. Formið er sótt til sveifstýris báta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar