Valgerður Sverrirsdóttir tekur við fræðiriti

Margrét Þóra

Valgerður Sverrirsdóttir tekur við fræðiriti

Kaupa Í körfu

Hefur mikla þýðingu fyrir rannsóknarstarf á Íslandi VIÐURKENNINGIN sem Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri, hlaut fyrir rannsóknir sínar á sviði heilbrigðisvísinda hefur mikla þýðingu fyrir rannsóknir og vísindastarf á Íslandi og styrkir einnig það starf sem unnið er í Háskólanum á Akureyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni þess að heilbrigðisráðherra Kúveit, dr. Mohammed A. Al-Jarallah, afhenti Sigríði viðurkenninguna við útskrift kandídata frá Háskólanum á Akureyri. MYNDATEXTI: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur við fyrsta eintaki af fræðiritinu "Austral-Asian journal of Cancer" úr hendi dr. Al-Jarallah, heilbrigðisráðherra Kúveit. Með á myndinni eru dr. Thomas Koilparampil, fulltrúi IRPC, dr. Sigríður Halldórsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. ----------------------------------------------------------------------------------------------- myndvinnsla akureyri litur - mynd Margrét Þóra dr. Thomas Koilparampil , dr. Mohammed A. Al-Jarallah, heilbrigðisráðherra Kúveit, dr. Sigríður Halldórsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, rektor og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra - útlendingarnir afhenda Valgerði fyrsta eintakið af fræðiriti Austral-Asian Journal of Cancer

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar