Seyðisfjörður

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Seyðisfjörður

Kaupa Í körfu

Nokkrir húseigendur vinna nú að gagngerum endurbótum á gömlum húsum á Seyðisfirði. Meðal þeirra er Ófeigur Sigurðsson á Austurvegi 36. Hús hans var byggt árið 1907 og hefur gengið undir ýmsum nöfnum, að því er Þóra Guðmundsdóttir segir í bók sinni Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar, meðal annars Sigfúsarhús, Guðrúnarhús, Úranía og Árnýjarhús. Húsið hefur gengið undir nafninu Einsdæmi í tæpa þrjá áratugi, eða frá því danshljómsveit með því nafni hafði þar aðstöðu til æfinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar