Jarðskjálftinn

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jarðskjálftinn

Kaupa Í körfu

Útihúsin á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi eru ónýt eftir hamfarir þær sem dundu yfir Suðurland í fyrrinótt; hlaðan og fjósið. Ketill bóndi Ágústsson hafði í hyggju ýmsar breytingar á húsunum, en í staðinn blasir nú við tími stórframkvæmda á bænum - tími uppbyggingar. Kýrnar voru inni í fjósinu þegar skjálftinn reið yfir og sagði Ketill þær hafa verið fegnar frelsinu þegar þeim var hleypt út á túnin strax á eftir. Hestarnir hrukku sömuleiðis í kút við ósköpin og héldu sig fjarri mannabústöðum þegar Morgunblaðsmenn bar að garði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar