Hestamót

Sverrir Vilhelmsson

Hestamót

Kaupa Í körfu

Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík opnaði nýjan skeiðvöll í Víðidal í gær, en landsmót hestamanna í ár verður haldið í Víðidal í júlímánuði. Er búist við tugþúsundum gesta á mótið, bæði innlendum og erlendum. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sem opnaði völlinn formlega, en á myndinni sést hún ásamt félögum í Fáki spretta úr spori á nýja vellinum. Við hlið hennar ríður formaður Fáks, Bragi Ásgeirsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar