Félagsstofnun stúdenta

Þorkell Þorkelsson

Félagsstofnun stúdenta

Kaupa Í körfu

Félagsstofnun stúdenta úthlutaði í gær tveimur verkefnastyrkjum til nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands 24. júní síðastliðinn. Annan styrkinn hlaut Drífa Kristín Þrastardóttir fyrir BA-verkefni sitt í sagnfræði, sem nefnist "Skreytilist og sköpunargleði í kvæðahandritum frá 17. og 18. öld" en hinn styrkurinn féll í skaut Eyrúnar Kristínu Gunnarsdóttur og Hinriks Sigurðar Jóhannessonar fyrir BA-verkefni þeirra í sálfræði, sem nefnist "Ravens Progressive Matrices: Viðmið fyrir íslensk börn á grunnskólaaldri." Myndatexti: Drífa Kristín Þrastardóttir og Hinrik Sigurður Jóhannesson taka við styrkjunum úr hendi Guðjóns Ólafs Jónssonar, stjórnarformanns FS. Eyrún Kristín Gunnarsdóttir hlaut einnig styrk en var ekki viðstödd afhendinguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar