Ny - Víkingaskip - Lofur Ágústsson

Ny - Víkingaskip - Lofur Ágústsson

Kaupa Í körfu

Fálkahúsið hefur verið gert upp að utan sem innan. Ingvar Ágústsson, Ágúst Loftsson og Loftur Ágústsson við skipið í gær. Það var illa farið en með lagni og dugnaði tókst þeim að endurgera það þannig að það lítur út eins og nýtt. Víkingaskipinu á þaki Fálkahússins við Hafnarstræti 1-3 í Reykjavík var komið fyrir á sínum stað í gær eftir að hafa verið gert upp í sumar. Út- skornu fálkarnir, sem hafa verið á stöfnum hússins í rúma öld, hafa einnig verið í höndum handverks- manns og verða settir upp á næst- unni. Fálkahúsið á sér langa og merki- lega sögu. Eftir að nýir eigendur tóku við húsinu 1997 hafa verið gerðar miklar endurbætur á því, bæði innan- húss og utan, og segir Loftur Ágústs- son, einn fjögurra eigenda, að nánast hafi verið skipt um allt tréverk. Í áfanga síðast liðins sumars hafi verið skipt um öll langbönd og þverbönd í þaki og í vor hafi síðan verið komið að fálkunum og víkingaskipinu, sem Sig- urður Ólafsson frá Butru í Fljótshlíð skar út.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar