Fundur um skattamál á Grand Hótel
Kaupa Í körfu
„Við erum Evrópumeistarar í bili á milli virðisaukaskattþrepa. Þegar það er mjög stórt bil á milli skatt- þrepa, skapast svo mikill hvati til að hagræða að menn freistast til þess að færa sig á milli þrepa,“ segir Jón Bjarni Steinsson, sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun atvinnulífsins. Hann er annar höfunda skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu, ásamt Árna Sverri Hafsteinssyni, en þeir héldu erindi um skattumhverfi ferða- þjónustunnar á fundi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga á Grand hóteli í gær. Jón Bjarni telur bilið á milli 25,5% þreps og 7% þreps skapa alvarleg vandamál og auka líkur á skattsvik- um í ferðaþjónustu. „Okkar megin- niðurstaða er sú, að til að draga úr skattsvikum verði við einfaldlega að minnka bilið.“ Hann nefnir kaffihús og krár sem dæmi. „Þeir sem skilgreina sig sem krár, kaffihús eða dansstaði hafa ein- göngu 31% af sinni veltu í 25,5% þrepinu. Okkur þykir það undarlega lágt hlutfall.“ Jón Bjarni telur jákvætt að í fjár- lagafrumvarpinu sé fyrirhugað að minnka bilið á milli efra og lægra þrepsins. „Ég hefði þó viljað sjá áfengi í lægra þrepinu og hækka áfengisgjöld á móti. Það er erfiðara að koma sér undan þeim.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir