Kristnisýning í Þjóðmenningarhúsinu

Kristnisýning í Þjóðmenningarhúsinu

Kaupa Í körfu

Áhrif kristninnar á íslenskt samfélag Í hinu sögulega húsi við Hverfisgötu, Þjóðmenningarhúsinu, er einn af hinu fjölmörgu viðburðum sem efnt er til í tilefni af kristni í þúsund ár á Íslandi. Hver viðburður tekur á sinn hátt á málefninu og þessi sýning er þar engin undantekning. Inga María Leifsdóttir segir frá sögusýningunni Kristni í þúsund ár og ræðir við Guðmund Magnússon um þúsund ára þróun samfélagsins samfara kristni á Íslandi.////// Atburðir sviðsettir ínur í mannsstærð eru settar í margvíslegar aðstæður fólks á ýmsum tímum. Ein gínuuppstillingin lýsir aftöku Jóns Arasonar. "Við tökum út nokkra atburði úr kristnisögunni og setjum þá upp á þennan hátt, svo að þeir verði raunverulegri í vitund fólks," segir Guðmundur og bendir á Jón og böðulinn. "Þetta er til dæmis atburður sem flestir kannast við, en svo sýnum við líka minna þekkta atburði á sama hátt." MYNDATEXTI: Uppstillingin af Jóni Arasyni og böðlinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar