Strætó

Þórður Arnar Þórðarson

Strætó

Kaupa Í körfu

Öryggismyndavélar verða teknar í gagnið í nýrri vögnum Strætó bs. í byrjun næsta mánaðar. Til að byrja með verða vélarnar í 15-18 vögnum en um áramót eiga þeir að vera orðnir um fjörutíu. Stefnt er að því að allir vagnar Strætó verði útbúnir öryggismyndavélum í framtíðinni. Vagnarnir með myndavélunum verða auðkenndir sérstaklega með límmiðum á þremur stöðum á þeim. Myndavélarnar geta aðeins tekið upp myndefni en ekki hljóð. Upp- tökurnar eru geymdar í þrjátíu daga og ekki verður hægt að fylgj- ast með þeim í rauntíma. Að sögn Bergdísar I. Eggerts- dóttur, verkefnastjóra hjá Strætó bs., hefur þessi nýjung verið í und- irbúningi undanfarna tólf mánuði. Myndavélarnar séu orðnar staðal- búnaður í nýjum vögnum sem séu keyptir, þar á meðal þeim sem fyr- irtækið keypti á síðasta ári. Kerfið hafi hins vegar ekki verið notað hingað til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar