Kristnitökuhátíð

Þorkell Þorkelsson

Kristnitökuhátíð

Kaupa Í körfu

Rútuferðir á Kristnihátíð. RÚTUFERÐIR voru frá Laugardalshöll áleiðis til Þingvalla frá því snemma í gærmorgun en alls var boðið upp á ókeypis ferðir á Kristnihátíð á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki var sá hópur fólks, sem nýtti sér þessa þjónustu, ýkja mikill í gærmorgun en vonir stóðu til að aðsókn á hátíðina myndi glæðast er liði á daginn. Stefnt var að því að rútur gengju á klukkustundar fresti til Þingvalla en annars átti að haga akstri eftir fjölda farþega og bifreiða. Verkfallsverðir Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis fylgdust grannt með öllu og gengu m.a. úr skugga um að bifreiðastjórar rútnanna væru ekki að gerast verkfallsbrjótar. Allir munu bílstjórarnir hafa verið starfandi hjá fyrirtækjum sem samið hafa við Sleipni og kom því ekki til neinna aðgerða af hálfu Sleipnismanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar