Kristnihátíð á Þingvöllum 2000

Þorkell Þorkelsson

Kristnihátíð á Þingvöllum 2000

Kaupa Í körfu

Þúsundir á kristnihátíð í veðurblíðu Þúsundir manna voru á kristnihátíð á Þingvöllum um helgina þar sem ríkti einmuna veðurblíða alla helgina. Fjölbreytt dagskrá var frá morgni til kvölds á nokkrum stöðum á hátíðarsvæðinu. Formleg dagskrá hófst með fánahyllingu við Þingvallakirkju og á Lögbergi að morgni laugardags. Hápunkt hátíðarinnar má telja hátíðarmessu þar sem erlendir gestir, leikmenn og vígslubiskupar lásu ritningartexta og biskup Íslands prédikaði. Öll framkvæmd hátíðarinnar gekk eins og skipulag hafði gert ráð fyrir og umferð var áfallalaus. MYNDATEXTI: Biskup Íslands, prestar þjóðkirkjunnar, fulltrúar erlendra kirkna og leikmenn sáu um útdeilingu altarissakramentisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar