Hjólastígar

KRISTINN INGVARSSON

Hjólastígar

Kaupa Í körfu

Ekki til nákvæmar tölur um hjólreiðaslys. Blindhornin verst fyrir hjólreiðamenn. Eins og gefur að skilja hefur hjólreiðaslysum fjölgað í takt við aukna hjólreiðanotkun. Árni Davíðsson, varaformaður Landssamtaka hjól- reiðamanna, hefur fengið styrk frá Vegagerðinni til þess að skoða stíga á höfuð- borgarsvæðinu með tilliti til öryggis og hvort þeir upp- fylli leiðbeiningar um gerð hjólastíga á Íslandi. Árni hefur ekki lokið athugun sinni en nefnir hér nokkra af þeim stöðum borgarinnar þar sem slysahætta er mest. Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa gerði skýrslu um tíðni hjólreiða- slysa sem birt var í mars árið 2013. Þar var stuðst við tölur frá bráðamóttöku Landspítala og Umferðarstofu á árunum 2000-2011. Hún leiddi í ljós að skráning á bráðamóttöku var ónákvæm þar sem ekki var haldið nægilega vel utan um orsakir slysanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar