Bíldudalur - flug - Ernir - samgöngur - Vestfirðir
Kaupa Í körfu
Þéttur skýjaveggur lá yfir Foss- heiði, sem liggur upp af Barða- strönd, þegar áætlunarflugvél Ern- is kom niður úr skýjunum yfir Breiðafirði. Þetta er alvanalegt þegar vindur blæs af suðvestri eins og Hálfdán Ingólfsson flugstjóri þekkir manna best. Að fenginni langri reynslu vissi hann svo sem hvernig vindurinn blési. Klifraði upp í um 3.400 fet og var þá kom- inn hátt upp yfir fjallsbrúnir. Og allt stóð á pari við það sem Hálf- dán ætlaði. Um leið og komið var yfir heiðina greiddist úr þykkninu og Arnarfjörður blasti. við. Tekinn var sveigur yfir fjörð og svo rennt inn á flugbrautina sem liggur við háa fjallshlíð í Fossfirði. Bíldudalur heilsaði í haustblíðu. Ísfirðingurinn Hálfdán Ingólfs- son er gamalreyndur í fluginu. Lið- lega tvítugur tók hann einkaflug- mannspróf og lagði jafnframt stund á svifvængja- eða drekaflug. Vestra eru góðar en krefjandi aðstæður slíks.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir