Ólafía Sigmarsdóttir

Skapti Hallgrímsson

Ólafía Sigmarsdóttir

Kaupa Í körfu

Ólafía Sigmarsdóttir situr ein og saumar á vinnustofu sinni á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Þar verður til nytjalist af ýmsu tagi úr hreindýraleðri. Ólafía var lengi bóndi á Klausturseli ásamt eiginmanni sínum, Aðalsteini Jónssyni, en þau færðu sig um set fyrr á árinu og sonur þeirra er tekinn við búinu. „Við rekum ferðaþjónustuna hér á Skjöldólfsstöðum og ákváðum að flytja. Það er upp- lagt að vera með vinnustofuna hér,“ segir Ólafía. Hún saumar aðallega töskur og veski en einn- ig forláta hatta, eins og sjá má á myndinni, og hefur gert bæði svuntur og púða. „Ég byrjaði á þessu fyrir rúmum 20 árum. Að- alsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, var þá nýbyrjaður að láta súta hreindýraskinn; hon- um fannst ekki hægt að henda því eins og alla tíð hafði verið gert og mér bauðst að prófa.“ Ólafía segir hreindýraleðrið strax hafa slegið í gegn, „enda mjög sterkt en samt létt í sér“. Vörur Ólafíu eru bara til sölu hjá henni sjálfri. „Framleiðslan er svo sem engin ósköp.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar