Bíldudalur - flug - Vestfirðir - Finnbjörn Bjarnason

Sigurður Bogi Sævarsson

Bíldudalur - flug - Vestfirðir - Finnbjörn Bjarnason

Kaupa Í körfu

„Stjórnvöld eiga ekkert val þegar svara þarf hugmyndum um að skerða samgöngur út á land. Allt sem er áríðandi fáum við með flug- inu og bregðist flugið er fólk í byggðunum hér á sunnanverðum Vestfjörðum í vondum málum,“ seg- ir Finnbjörn Bjarnason, flugvall- astjóri á Bíldudal. Í skjóli fyrir vindáttum Flugið hefur lengi verið rauði þráðurinn í lífi Finnbjörns, sem er með sólópróf einkaflugmanns og fyrr á árunum starfaði hann á jarð- vinnuvélum. Kom fyrir 35 árum að gerð Bíldudalsflugvallar, sem er við Fossfjörð og undir austanverðri Dufandalshlíð. Það verkefni skerpti á flugáhuganum sem alltaf var þó til staðar. Eftir tíma sjóflugvélanna héldu Vængir uppi reglulegu flugi frá Reykjavík til Bíldudals, síðan Arnarflug, þá Íslandsflug, Lands- flug. Síðustu ár hefur Bíldudals- flugið verið á vegum Ernis. Koma vélar félagsins vestur sex daga vik- unnar. „Bíldudalsflugvöllur sem er 940 metra langur er í skjóli og liggur vel við ríkjandi vindáttum hér, sem eru NA og SV. Þá er oftast rof hér í skýjum við Arnarfjörðinn, þoka yfir Breiðafirði brotnar gjarnan upp hér á Fossheiðinni sem er hér sunnan við völlinn,“ segir Finnbjörn. Flogið í Fossafjörðinn Bíldudalsbrautin er í skjóli fjalla og þokan brotnar upp yfir Arnarfirði Veg- urinn vestur sem er oftast fær Neyðartilvik eins og sjúkraflug eru allt að 30 til 40 á hverju einasta ári

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar