Fram - Valur
Kaupa Í körfu
Erfiðlega gengur hjá Fram-liðinu að snúa lukkuhjólinu sér í hag eftir erf- iða byrjun í Olís-deildinni í hand- knattleik karla. Sjötta tap liðsins varð raunin í gærkvöldi þegar Fram fékk Val í heimsókn, lokatölur 25:20. Valur getur fyrst og fremst þakkað fyrrver- andi leikmanni Fram, Stephen Niel- sen, og Geir Guðmundssyni sigurinn. Nielsen var hjallinn sem Fram-liðið komst ekki yfir þegar mest á reið og munurinn á liðunum varð orðinn að- eins eitt mark oftar en einu sinni í síðari hálfleik. „Það var sérstakt að koma hingað í kvöld og mæta Fram í fyrsta sinn í alvöru leik í deildar- keppninni. Hér leið mér og vel og ég eignaðist marga vini sem ég á enn,“ sagði hinn danski Stephen Nielsen á sinni ágætu íslensku í samtali við blaðamann eftir leikinn í gær. „En ég er mjög ánægður með stigin tvö. Nú erum við komnir á fulla ferð í topp- baráttuna í deildinni þar sem við vilj- um vera,“ sagði Nielsen ennfremur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir