Handboltalandsliðið

Handboltalandsliðið

Kaupa Í körfu

Handboltalandsliðið á æfingu. Kári Kristján Kristjánsson náði að snúa á Sverre Jakobsson og Vigni Svavarsson á æfingu í gær. „Þetta verða erfiðir leikir, það er alveg ljóst,“ sagði Alexander Pet- ersson, landsliðsmaður í handknatt- leik, um komandi landsleikina tvo, við Ísrael hér heima annað kvöld og gegn Svartfellingum ytra um helgina. Leikurinn við Ísrael í Laugardalshöllinni annað kvöld markar upphaf undankeppni EM 2016. „Maður er aðeins ryðgaður og búinn að gleyma nokkrum kerf- um en þau rifjast fljótt upp,“ sagði Alexander glaður í bragði en al- mennt var létt yfir landsliðsmönn- unum á æfingunni í gærkvöldi og ljóst að þeir eru staðráðnir í að bæta upp annað kvöld í Laugar- dalshöll, eins og hægt er, fyrir von- brigðin í vor þegar íslenska lands- liðið féll úr undankeppni HM. „Við verðum að sýna íslensku þjóðinni að við erum ekki búnir að vera sem lið þótt margir séu farnir að eldast. Mér sýnist við vera í góð- um málum, allir leikmenn í góðu leikformi og staðráðnir í að gefa sig alla í þessa tvo leiki og sýna hversu góðir við erum í raun og veru,“ sagði Alexander ákveðinn. Aron Kristjánsson landsliðsþjálf- ari getur stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum við Ísrael annað kvöld að því undanskildu að Aron Pálm- arsson leikur ekki með vegna meiðsla. „Menn líta almennt vel út um þessar mundir,“ sagði Aron landsliðsþjálfari eftir æfinguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar