Handboltalandsliðið
Kaupa Í körfu
Handboltalandsliðið á æfingu. Kári Kristján Kristjánsson náði að snúa á Sverre Jakobsson og Vigni Svavarsson á æfingu í gær. „Þetta verða erfiðir leikir, það er alveg ljóst,“ sagði Alexander Pet- ersson, landsliðsmaður í handknatt- leik, um komandi landsleikina tvo, við Ísrael hér heima annað kvöld og gegn Svartfellingum ytra um helgina. Leikurinn við Ísrael í Laugardalshöllinni annað kvöld markar upphaf undankeppni EM 2016. „Maður er aðeins ryðgaður og búinn að gleyma nokkrum kerf- um en þau rifjast fljótt upp,“ sagði Alexander glaður í bragði en al- mennt var létt yfir landsliðsmönn- unum á æfingunni í gærkvöldi og ljóst að þeir eru staðráðnir í að bæta upp annað kvöld í Laugar- dalshöll, eins og hægt er, fyrir von- brigðin í vor þegar íslenska lands- liðið féll úr undankeppni HM. „Við verðum að sýna íslensku þjóðinni að við erum ekki búnir að vera sem lið þótt margir séu farnir að eldast. Mér sýnist við vera í góð- um málum, allir leikmenn í góðu leikformi og staðráðnir í að gefa sig alla í þessa tvo leiki og sýna hversu góðir við erum í raun og veru,“ sagði Alexander ákveðinn. Aron Kristjánsson landsliðsþjálf- ari getur stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum við Ísrael annað kvöld að því undanskildu að Aron Pálm- arsson leikur ekki með vegna meiðsla. „Menn líta almennt vel út um þessar mundir,“ sagði Aron landsliðsþjálfari eftir æfinguna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir