The Hammer of Thor - Hafnarfjarðarleikhúsið

Þorkell Þorkelsson

The Hammer of Thor - Hafnarfjarðarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Þrymskviða tekin til kostanna Hamar Þórs eða The Hammer of Thor er titill sýningar á ensku sem frumsýnd verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Þetta er goðsagnakennt spennu/gamanleikrit um ferð Þórs í jötunheima til að endurheimta hamar sinn, Mjölni. Í Hafnarfjarðarleikhúsinu verður í sumar glettst við ferðamenn og aðra sem gaman hafa af skoplegri sýn á söguþráð hinnar fornu Þrymskviðu. Þar hafa um vélað Gunnar Helgason gamanleikari og fjórir nemar af öðru ári úr Leiklistarskóla Íslands, þau Gísli Pétur Hinriksson, Ívar Sverrisson, Ólafur Egill Egilsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Saga Þrymskviðu lýsir því er Jötuninn Þrymur rænir Mjölni, hamri Þórs, og neitar að skila honum nema æsir gefi honum frjósemisgyðjuna Freyju fyrir konu. MYNDATEXTI: Borðsiðir brúðarinnar valda Þrym nokkrum áhyggjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar