Handboltalandsliðið

Handboltalandsliðið

Kaupa Í körfu

Alexander Petersson, Aron Kristjánsson. „Menn eru að spila meira með sínum félagsliðum en á sama tíma og í fyrra, og þeir sem eru í hópnum eru í betra ástandi. Mér finnst hugarfarið betra og menn staðráðnir í að standa sig. Við ætlum að komast upp úr þessum riðli og helst að vinna hann,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðs- þjálfari karla í handknattleik, í gær. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik nýrrar undankeppni EM í Laug- ardalshöll í kvöld. Það er fyrsti leik- urinn eftir að Ísland tapaði fyrir Bosníu í HM-umspilinu í vor. „Við fórum vel yfir þessa leiki í vor og ætlum að nota þá sem áminn- ingu. Mér finnst hugarfarið í kjölfar- ið hafa verið mjög gott. Það sem er hættulegt við þennan leik er að menn vanmeti andstæðinginn. Stóra yfirskriftin eftir leikina við Bosníu var vanmat og andleg þreyta . Menn leyfðu því að koma fram í leikjunum því þeir héldu að verkefnið yrði létt- ara. Við þurfum alltaf að gera hlut- ina af krafti og það er sá lærdómur sem við drógum af þessum leikjum,“ sagði Aron

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar