Handboltalandsliðið

Handboltalandsliðið

Kaupa Í körfu

Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason. „Við erum klárlega betra liðið og auð- vitað yrði það hrikalega lélegt að vinna ekki Ísrael á heimavelli. En það getur gerst, eins og menn hafa brennt sig á í öllum íþróttum. Það þarf að hafa fyrir hlutunum og vera vel stemmdur. Ég held að við séum það. Þetta er gríðarlega mikilvæg und- ankeppni fyrir allt sem viðkemur handboltanum á Íslandi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson við Morgunblaðið á fréttamannafundi í gær, fyrir leik- inn við Ísrael í nýrri undankeppni EM sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld. Snorri Steinn dregur ekkert úr mikilvægi leiksins og þess að komast í lokakeppni EM í Póllandi 2016, eftir vonbrigðin sem fólust í því að tapa fyrir Bosníu í HM-umspilinu í sumar. „Handboltinn í heild sinni hér á landi hefur svolítið lifað á karlalands- liðinu. Það segir sig bara sjálft. Þetta „hype“ sem jafnan verður í janúar á hverju ári, þar sem HSÍ og handbolt- inn er í sviðsljósinu, það ýtir undir allt. Til dæmis fyrir krakka sem vilja þá fara að æfa handbolta. Það er eng- inn heimsendir að missa af einu stór- móti en ef það gerist aftur og aftur þá verður til erfið brekka að klífa, líka vegna styrkleikaröðunar í und- ankeppnunum. Þess vegna er mik- ilvægt að við komumst strax aftur inn,“ sagði Snorri. Lokakeppni EM er jafnframt eini „glugginn“ sem Ísland getur nýtt til að komast á Ólympíu- leikana í Ríó 2016. Snorri Steinn Guðjónsson brosir í kampinn á landsliðsæfingu í vikunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar