SPRON - málið í Héraðsdómi Reykjavíkur

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

SPRON - málið í Héraðsdómi Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Rannveig Rist mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun. Allir sakborningar í SPRON-málinu svonefnda hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómara málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Við fyrirtöku þess í gærmorgun var röðin komin að Rannveigu Rist og Jóhanni Ásgeiri Baldurs sem bæði neituðu skilmerki- lega sök. Áður höfðu Guðmundur Örn Hauksson, Ari Bergmann Einarsson og Margrét Guðmundsdóttur gert slíkt hið sama. Sérstakur saksóknari ákærði fólk- ið, forstjóra og stjórnarmenn í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum og stefnt fé hans í veru- lega hættu, með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga þegar félagið veitti Exista tveggja milljarða lán, án trygginga, 30. september 2008. Lánið var framlengt fjórum sinnum og var síðasti gjalddagi þess 16. mars 2009. Það var ekki greitt til baka og sér- stakur saksóknari telur að það sé sparisjóðnum að fullu eða verulegu leyti glatað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar