Eldgos í Holuhrauni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldgos í Holuhrauni

Kaupa Í körfu

Gasmóða frá eldgosinu í Holuhrauni lá yfir nær öllu hálendinu í gær eins og sést vel á mynd sem Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók nálægt Vonarskarði í áttina að Vatnajökli. Styrkur brennisteins- tvíoxíðs fór yfir 1.500 míkrógrömm á rúm- metra á mæli á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar vindáttin hafði breyst. Í slíku magni getur gasið haft áhrif á þá sem eru viðkvæmir fyrir. Gert er ráð fyrir að gasið sem losnar í eldgosinu leggi til vesturs í dag og hefur Veðurstofan varað við því að styrkur brennisteinstvíoxíðs geti orðið hár um tíma við Faxaflóa, Breiðafjörð og norður á Húna- flóa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar