Eldgos í Holuhrauni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldgos í Holuhrauni

Kaupa Í körfu

„Í morgunbirtunni var tilkomumikið að sjá gosið og enn kraumar vel í stærsta gígnum. Blámóðan er áber- andi og liggur yfir nánast öllu hálend- inu,“ segir Ragnar Axelsson, ljós- myndari Morgunblaðsins, sem flaug yfir eldgosið í Holuhrauni í gær. Eldgosið nyrðra hefur nú staðið í tvo mánuði. Hraunið sem rennur frá gossprungunni er nú orðið 65 ferkíló- metrar að flatarmáli og er orðið það víðfeðmasta frá Skaftáreldum sem rann á árunum 1783-1784. „Krafturinn virðist sáralítið minnka,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Hann telur þó lík- ur á að kvikusteymi til gosstöðvanna hafi minnkað, því Bárðarbunga sem var fyrir gos, hafi sigið um 40 metra frá því það hófst. Nú eru um 20 sjálfvirkir mælar en í gegnum þá fylgist starfsfólk Um- hverfisstofnunar með gasmengun sem berst frá gosinu. Að sögn Áka Ármanns Jónssonar sviðsstjóra hjá stofnuninni eru mælarnir víða, þó flestir á sunnan- og austanverðu landinu. Þeir senda reglulega frá sér gögn sem birtast á 10 mín fresti á vefsetrinu loftgaedi.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar