Ivalo Frank - Grænlensk kvikmyndahátíð

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ivalo Frank - Grænlensk kvikmyndahátíð

Kaupa Í körfu

Kvikmyndahátíðin Greenland Eyes hefst í Norræna húsinu í dag kl. 17. „Hátíðin veitir gestum ómetanlegt tækifæri til að kynna sér græn- lenska kvikmyndagerð,“ segir Ivalo Frank listrænn stjórnandi græn- lensku kvikmyndahátíðarinnar Greenland Eyes sem sett verður í Norræna húsinu í dag og stendur til þriðjudags. „Á hátíðinni verða sýnd- ar alls 20 myndir, allt frá leiknum myndum til heimildarmynda, stutt- mynda og teiknimynda. Elsta mynd- in er frá árinu 1933 og þær yngstu gerðar á þessu ári,“ segir Frank og bendir á að allar eigi myndirnar það sameiginlegt að fjalla um Grænland með einum eða öðrum hætti. „Við sýnum annars vegar myndir sem eru leikstýrðar og framleiddar af heimamönnum og hins vegar myndir eftir erlenda listamenn. Okkur finnst spennandi að bjóða upp á myndir þar sem sjá má hugðarefni Grænlendinga sjálfra, en ekki síður að skoða hvernig útlendingar sjá land og þjóð,“ segir Frank og tekur fram að Grænland eigi sér ekki langa kvikmyndasögu. „Því fyrsta leikna grænlenska kvikmyndin var gerð árið 2008,“ segir Frank en tek- ur fram að kvikmyndagerð sé sífellt að verða vinsælla listform á Græn- landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar