SA - Skautafélag Akureyrar - Esja

SA - Skautafélag Akureyrar - Esja

Kaupa Í körfu

Sigurður Reynisson, Andri Már Mikaelsson. „Það er gaman að taka leikina svona, þetta var spennandi og gerði heim- ferðina bærilegri allavega,“ sagði Ingvar Þór Jónsson, leikmaður Skautafélags Akureyrar í íshokkí, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær, en hann var þá tiltölulega nýkominn aftur norður yfir heiðar eftir ævintýralegan 3:1-sigur SA á liði Esju á laugardagskvöldið. Eftir leikinn var farið beint í rútu og norðanmenn komnir heim til sín um sexleytið í gærmorgun, eitthvað sem Ingvar er þó löngu hættur að kippa sér upp við en hann er í fæðing- arorlofi frá kennslu í Mennta- skólanum á Akureyri. „Það eru nokk- ur ferðalög á þriðjudögum sem eru kannski verst og maður hefur þá mætt minna ferskur en vanalega í vinnu á miðvikudegi,“ sagði Ingvar. Það má með sanni segja að SA hafi þurft að hafa fyrir þessum sigri, en liðið var 1:0 undir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og viðurkenndi hann að menn hefðu verið orðnir óró- legir. Sigurður Reynisson og Andri Már Mikaelsson fagna þriðja marki SA sem Sigurður lagði upp fyrir Andra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar