Vegaframkvæmdir í Kömbunum

Þórður Arnar Þórðarson

Vegaframkvæmdir í Kömbunum

Kaupa Í körfu

Starfsmenn Ístaks hf. hafa nú lokið við að breikka veginn um Kamba á Suðurlandi og hófust í gær handa við að setja upp víravegrið milli akreina. Þetta er hluti af endurbótum á veginum yfir Hellisheiði frá Hveradölum í Hveragerði, verkefni sem hófst síðasta haust og lýkur að ári. „Hér eru um 30 manns að störfum, verkinu mið- ar vel og gott tíðarfar hefur hjálpað okkur,“ segir Þröstur Sívertsson, staðarstjóri Ístaks á Hellis- heiði. Vegurinn um Kamba er nú orðinn tvær ak- reinar til hvorrar áttar. Það, ásamt vegriðinu, greiðir fyrir umferð, dregur úr slysahættu og sömuleiðis hafa nokkrar krappar beygju verið réttar af. Á háheiðinni verður vegurinn í svo- nefndri 2+1 útfærslu, líkt og raunin er í Svína- hrauni og á Sandskeiði. Þá verða fern göng undir þjóðveginn á heiðinni, sem eru ætluð gangandi fólki og umferð bíla af hliðarvegum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar