Læknar hjá sáttasemjara
Kaupa Í körfu
Fundað var í kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins hjá sáttasemjara í tvo klukkutíma í gær. Verið er að ræða vinnuframlagsbreytingar og tæknileg atriði. Ekkert tilboð hefur komið á borðið, segir Sigurveig Pét- ursdóttir, formaður samninganefnd- ar lækna. Verkfallsaðgerðir lækna ná á næstu dögum til aðgerðasviðs, flæðisviðs og geðsviðs Landspítal- ans. Samningaviðræður ganga hægt „Vonast er til að þetta gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigurveig en segir ómögulegt á þessu stigi málsins að áætla hve langan tíma samninga- viðræðurnar við ríkið muni taka. Enn eru til umræðu vinnuframlagsbreyt- ingar og önnur tæknileg atriði sem skoða þarf hvort séu aðgengilegar og heppilegar, að sögn Sigurveigar. Hún segir nefndina vinna hörðum höndum að því að þoka umræðunum áfram en ekkert tilboð hafi borist frá ríkinu enn sem komið er. Sigurveig segir næsta fund áætlaðan á fimmtu- dag og þar haldi umræða áfram um tæknileg atriði. Spurð um viðbrögð lækna segir hún að nefndin sé með þetta á sinni könnu og „þetta fari ekki út fyrir hana eins og staðan er“. Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga á Landspítalanum, segir að verkfall á aðgerða- og flæði- sviði hafi mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar, öldrunarþjón- ustu og frestun skurðaðgerða. Fresta hafi þurft 32 aðgerðum í gær og sambærileg áhrif séu væntanleg í dag. Segir hann mikinn undirbúning hafa verið vegna bráðamóttökunnar og undanþágulistar gerðir sem heim- ila ákveðnum fjölda lækna að starfa. „Við reynum að aðlaga starfsemi spítalans eins og við getum,“ segir Ólafur um þær verkfallsaðgerðir sem framundan eru og leggur áherslu á að um mikið ófremdarástand sé að ræða til lengri tíma. „Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum veita,“ bætir hann við.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir