Vinabæjarmót á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Vinabæjarmót á Akureyri

Kaupa Í körfu

Vinabæjamótið Novu 2000 á Akureyri Skapandi hugsun ungs fólks VINABÆJARMÓT var haldið á Akureyri á dögunum. Um 100 manns, ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, dvöldu á Akureyri, unnu saman og skemmtu sér. Unga fólkið kom frá Randers í Danmörku, Álasundi í Noregi, Västerås í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi.Einnkennilegar verur taka á móti blaðamanni og ljósmyndara þegar inn í myndlistarskólann er komið. Englar og fuglar svífa um gólfið og láta öllum illum látum. Í ljós kemur að þarna er um leiklistarhóp að ræða. Þau eru að æfa spunaverk sem síðan verður tekið upp á myndband og sett inn á margmiðlunardisk, CD-ROM, og er það gert í samvinnu við tæknihópinn. Það eru þau Tina og Mette frá Danmörku, Johannes og Karl frá Svíþjóð og Jeanette frá Noregi sem skipa leiklistarhópinn. MYNDATEXTI: Leiklistarhópurinn fyrir framan fánaborg í Gilinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar