Björgvin Halldórsson við styttuna af Einari Ben
Kaupa Í körfu
Einar Benediktsson og Björgvin Halldórsson í sömu sögunni Sungið fyrir 45 árum á styttunni sem verður flutt af Klambratúni Ævintýri eftir dansleik sem var í Tónabæ Ljúfsárar minningar. „Styttan af Einari er á góðum stað á Klambratúni. Er í raun sviðsmynd úr sögunni. Ég geri mér því ekki alveg grein fyrir hvort henni verður betur fyrir komið á nýjum stað. Að vísu er gróðurinn orðinn það mikill í kring- um skáldið að það er nánast fallið í skugga,“ segir Björgvin Halldórsson söngvari. Flutt að frumkvæði áhugafólks Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta Ásmundar Sveinssonar af skáldinu og athafnamanninum Einari Benediktssyni verði flutt af núverandi stað að Höfða. Það hús lét Einar reisa árið 1909 og bjó þar með fjölskyldu sinni um nokkurt skeið. Er Höfði þó aðeins eitt fjölmargra húsa í Reykjavík sem skáldið tengist á ein- hvern hátt. Mál þetta er í deiglu nú sakir þess að 31. október síðastliðinn voru 150 frá fæðingu Einars Benediktssonar. Sama dag er hálf öld frá því styttan var afhjúpuð. Fyrirætlanir um að flytja styttuna nú eru að frumkvæði áhugafólks um skáldið Einar, sögu hans arfleifð. Það kom hugmyndinni á framfæri við borgarfulltrúa sem nú hafa komið málinu í gegnum kerfið, eins og það er kallað. Þar sem styttan er nú á Klambra- túni þykir hún falin í skjóli trjáa og sumir telja að því fái hún ekki þá at- hygli sem henni ber. Og nú á að færa listaverkið en áætlaður kostnaður við það er 15 milljónir kr. Þá upphæð ætlar borgin að greiða að hálfu á móti framlagi áðurnefnds áhugahóps. En hverfum nú 45 ár aftur í tímann því Björgvin Halldórsson og styttan á Klambratúni fléttast saman í sögu frá árinu 1969.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir