Alþingi - stuðningsfélag sjúkra afhenda áskorun

Alþingi - stuðningsfélag sjúkra afhenda áskorun

Kaupa Í körfu

Fjöldi samtaka skorar á yfirvöld að auka fjárframlög til Landspítalans. 44 félög og sjúklingasamtök af- hentu í gær Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, ályktun um ástandið á Landspítalanum. Er þar skorað á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til þess að tryggja að umhverfi sjúklinga, aðstaða starfsfólks og nema standist bæði lög og þann metnað sem íslensk þjóð vill sýna. „Við blasir að það rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum muni ekki duga til að Landspítalinn – há- skólasjúkrahús geti veitt þá þjón- ustu sem lög kveða á um,“ segir í ályktuninni. Einar segist hafa gert ráðstaf- anir til þess að ályktunin berist öll- um þingmönnum. „Fjárlaga- frumvarpið er nú í meðferð þingsins og þetta fer inn í þá fjár- lagavinnu sem þar stendur yfir. Ég held að þingmenn taki áskorun af þessu tagi mjög alvarlega, þótt auð- vitað sé úr vöndu að ráða eins og allir gera sér grein fyrir,“ segir hann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar